viernes, 30 de septiembre de 2011

Kæru lesendur

Þið verðið að afsaka hvað við teymið erum búnar að vera sjúklega slappar í blogginu, Elin hefur þá allavega afsökun, hún er í svörtustu Afríku þar sem internet er jafn sjaldséð og hvítt fólk. Gaman að segja frá því að það eru liðnar tvær vikur sirka síðan hún mætti á staðinn og hún er búin að fá eitt bónorð! Gamla sko. Erum við hissa? Allllllls ekki, 180 sentimetrar af kynþokka!
En nú er síðasta vikan í Sevilla að styttast í annan endann og það er búið að vera rosalega fínt að vera hérna. Þetta er kannski ekki hin fullkomna borg til að taka tryllinginn og djamma ( alltaf í hófi mamma mín) en þetta er fullkomin borg til að koma og læra í. Hitin hérna getur reyndar verið óþolanlegur,ég skil ekki hvernig fólk getur dregið andann hérna á sumrin en það fór oft yfir 40 gráður um miðjann dag í september þótt það hafi roast því nær sem dregur hausti. Við eigum okkur algjöran uppáhaldstíma herna og það er eftir átta á kvöldin. Þá er dýrlegt að taka labb niðrí bæ, allar búðirnar og kaffihúsin og veitingastaðirnir opnir og allt iðar af lífi! Síðustu helgi fundum við lika mjög flottan stað hinu megin við ánna og fórum þangað með teppi og stórann vatnsbrúsa og böðuðum okkur í sólinni, afar gott (enda þurfti ég eitthvað til að leiða huga minn frá því að nú væru smalarnir að koma fyrir kamb og helvítis mýrarnar við Kúvíkur væru eftir).
Skólinn gengur bara mjög vel, ég er smá farin að skilja meira og meira en reyndar er kennarinn minn afar duglega í að nota hreyfingar og leikræna tjáningu og það nýtist vel þegar maður er að reyna skilja hana. Þegar ég fer út í Dia (spænska bónus) get ég hins vegar ekki búist við því að konan á kassanum leiki fyrir mig plastpoka eða sýni mér á puttunum hvað ég skuldi henni. Fyrir utan það að persónuleiki þeirra sé jafn kaldur og tívolílurkur eru þær líka að flýta sér svo mikið,jesús, þær ættu að taka sér unglingana á kassanum í Nóatúni til fyrirmyndar. Eða í sameiningu gætu þau allavega fundið hinn gullna milliveg. Dia-píurnar láta eins og pípið sem kemur þegar þær renna strikamerkinu yfir rauðaljósið sé það allra versta hljóð sem þær hafi heyrt og vilji eyða sem minnstum tíma með þessu hljóði. Maður sér bananana sína endasendast út í vegg liggur við og þær vita nááákvæmlega akkurat hversu fast þær geta ''rúllað'' glerflöskunum ( svona tómatssósur í gleri og þannig mamma) að stopp járninu. Kannski er allt í kringum Día matvælakeðjuna mjög fljótvirkt. Árshátíðinn er haldinn inn á lager ( tekur of langan tima að panta sal), allir borða einn tapas rétt (geitaostur er fljótt étinn), yfirkassadaman heldur örstutt erindi,trúlegast skrifað aftan á kassastrimil (ekki langann) og síðan dansa allir við stuttu remix útgáfuna af Loca Loca með Shakiru og svo er farið heim. Samtals ætti þessi árshátíð ekki að taka meira en slétt korter....En hey, Día er fín búð, ódýr og skemmtileg!

Kannski ég sýni ykkur nokkrar myndir bara

Hérna er loksins komin mynd af gömlu með fótinn. Öll niðrandi komment varðandi tussulega útlitið mitt eru vinsamlegast afþökkuð. Ég var nýkomin úr samtals 14 tíma flugi með plánetu í staðinn fyrir fót.

Á þessari mynd má sjá íbúa Castellar 39, efalaust eitthvert gleðikvöld sem við elduðum eitthvað gómsætt,efalaust með baunum í og kjúklingi. Það er vinsælt!

Hérna erum við félagar á Plaza Espanjjaaaa sem er rosa stórt hús í boga á stóru torgi. Svo er frussandi vatn í miðjunni og við stöndum einmitt á barminum á því í þessu líka dýrindis veðri

Þessi mynd er tekin á miðvikudagskvöldi. Eins og þið sjáið er staðurinn troðfullur af fólki og engan vegin rými fyrir plássfrek dansspor!


Til að loka þessum skrifum þá er ég að fara í 12 tíma rútuferð til Valencia á sunnudagsmorgun kl 9 sem verður eflaust mikil gleðiferð. (Allar ábendingar um að Sudúku sem sé skemmtileg leið til að drepa tíma verða hunsaðar enda hefur þessi djöfulega tölustafakrossgáta drepið fleiri úr leiðindum heldur en Hringekjan á Rúv.)
Allir íslendingarnir eru reyndar að fara þessa helgina, Halla og Þórdís til Mallorca, Tolli,Agnes og Jölli til  Lansarote og Helga að týna jarðaber einhverstaðar. Við ætlum að hafa smá íslendingagleði hérna á morgun og bjóða stelpunum til okkar eins og þær gerðu um daginn þegar þær elduðu fyrir okkur. Allt voðalega heimilislegt hérna á Spáni!
Næst þegar ég læt af mér vita þá verð ég í Valencia með brakandi ferskar fréttir!

Það er best að loka þessu með einu gómsætu lagi frá spáni, kennarinn okkar sýndi okkur þetta, eða reyndar sönglaði hún bara eina línu en ég og Jökull tókum þetta lag ástfóstri!

http://www.youtube.com/watch?v=NKmJLKgzXhM


Takk fyrir að nenna að lesa!

No hay comentarios:

Publicar un comentario