Kæru lesendur
Þið verðið að afsaka hvað við teymið erum búnar að vera sjúklega slappar í blogginu, Elin hefur þá allavega afsökun, hún er í svörtustu Afríku þar sem internet er jafn sjaldséð og hvítt fólk. Gaman að segja frá því að það eru liðnar tvær vikur sirka síðan hún mætti á staðinn og hún er búin að fá eitt bónorð! Gamla sko. Erum við hissa? Allllllls ekki, 180 sentimetrar af kynþokka!
En nú er síðasta vikan í Sevilla að styttast í annan endann og það er búið að vera rosalega fínt að vera hérna. Þetta er kannski ekki hin fullkomna borg til að taka tryllinginn og djamma ( alltaf í hófi mamma mín) en þetta er fullkomin borg til að koma og læra í. Hitin hérna getur reyndar verið óþolanlegur,ég skil ekki hvernig fólk getur dregið andann hérna á sumrin en það fór oft yfir 40 gráður um miðjann dag í september þótt það hafi roast því nær sem dregur hausti. Við eigum okkur algjöran uppáhaldstíma herna og það er eftir átta á kvöldin. Þá er dýrlegt að taka labb niðrí bæ, allar búðirnar og kaffihúsin og veitingastaðirnir opnir og allt iðar af lífi! Síðustu helgi fundum við lika mjög flottan stað hinu megin við ánna og fórum þangað með teppi og stórann vatnsbrúsa og böðuðum okkur í sólinni, afar gott (enda þurfti ég eitthvað til að leiða huga minn frá því að nú væru smalarnir að koma fyrir kamb og helvítis mýrarnar við Kúvíkur væru eftir).
Skólinn gengur bara mjög vel, ég er smá farin að skilja meira og meira en reyndar er kennarinn minn afar duglega í að nota hreyfingar og leikræna tjáningu og það nýtist vel þegar maður er að reyna skilja hana. Þegar ég fer út í Dia (spænska bónus) get ég hins vegar ekki búist við því að konan á kassanum leiki fyrir mig plastpoka eða sýni mér á puttunum hvað ég skuldi henni. Fyrir utan það að persónuleiki þeirra sé jafn kaldur og tívolílurkur eru þær líka að flýta sér svo mikið,jesús, þær ættu að taka sér unglingana á kassanum í Nóatúni til fyrirmyndar. Eða í sameiningu gætu þau allavega fundið hinn gullna milliveg. Dia-píurnar láta eins og pípið sem kemur þegar þær renna strikamerkinu yfir rauðaljósið sé það allra versta hljóð sem þær hafi heyrt og vilji eyða sem minnstum tíma með þessu hljóði. Maður sér bananana sína endasendast út í vegg liggur við og þær vita nááákvæmlega akkurat hversu fast þær geta ''rúllað'' glerflöskunum ( svona tómatssósur í gleri og þannig mamma) að stopp járninu. Kannski er allt í kringum Día matvælakeðjuna mjög fljótvirkt. Árshátíðinn er haldinn inn á lager ( tekur of langan tima að panta sal), allir borða einn tapas rétt (geitaostur er fljótt étinn), yfirkassadaman heldur örstutt erindi,trúlegast skrifað aftan á kassastrimil (ekki langann) og síðan dansa allir við stuttu remix útgáfuna af Loca Loca með Shakiru og svo er farið heim. Samtals ætti þessi árshátíð ekki að taka meira en slétt korter....En hey, Día er fín búð, ódýr og skemmtileg!
Kannski ég sýni ykkur nokkrar myndir bara
Hérna er loksins komin mynd af gömlu með fótinn. Öll niðrandi komment varðandi tussulega útlitið mitt eru vinsamlegast afþökkuð. Ég var nýkomin úr samtals 14 tíma flugi með plánetu í staðinn fyrir fót.
Á þessari mynd má sjá íbúa Castellar 39, efalaust eitthvert gleðikvöld sem við elduðum eitthvað gómsætt,efalaust með baunum í og kjúklingi. Það er vinsælt!
Hérna erum við félagar á Plaza Espanjjaaaa sem er rosa stórt hús í boga á stóru torgi. Svo er frussandi vatn í miðjunni og við stöndum einmitt á barminum á því í þessu líka dýrindis veðri
Þessi mynd er tekin á miðvikudagskvöldi. Eins og þið sjáið er staðurinn troðfullur af fólki og engan vegin rými fyrir plássfrek dansspor!
Til að loka þessum skrifum þá er ég að fara í 12 tíma rútuferð til Valencia á sunnudagsmorgun kl 9 sem verður eflaust mikil gleðiferð. (Allar ábendingar um að Sudúku sem sé skemmtileg leið til að drepa tíma verða hunsaðar enda hefur þessi djöfulega tölustafakrossgáta drepið fleiri úr leiðindum heldur en Hringekjan á Rúv.)
Allir íslendingarnir eru reyndar að fara þessa helgina, Halla og Þórdís til Mallorca, Tolli,Agnes og Jölli til Lansarote og Helga að týna jarðaber einhverstaðar. Við ætlum að hafa smá íslendingagleði hérna á morgun og bjóða stelpunum til okkar eins og þær gerðu um daginn þegar þær elduðu fyrir okkur. Allt voðalega heimilislegt hérna á Spáni!
Næst þegar ég læt af mér vita þá verð ég í Valencia með brakandi ferskar fréttir!
Það er best að loka þessu með einu gómsætu lagi frá spáni, kennarinn okkar sýndi okkur þetta, eða reyndar sönglaði hún bara eina línu en ég og Jökull tókum þetta lag ástfóstri!
http://www.youtube.com/watch?v=NKmJLKgzXhM
Takk fyrir að nenna að lesa!
viernes, 30 de septiembre de 2011
domingo, 18 de septiembre de 2011
Ef ég myndi biðja ykkur um að loka augunum og ýminda ykkur svip sem einhver gerir sem hræðir ykkur sjúklega mikið, hvern mynduð þið sjá fyrir ykkur?
Undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi ég persónulega svara þessari laufléttu spurningu með ''Reiðissvipurinn hennar Árnýjar systur''. Hann lýsir sér einfaldlega þannig að þegar við vorum á aldrinum 10-14 ára sirka (þetta hefur nu alveg gerst síðan samt) átti ég það til að fara eitthvað í hennar fínustu taugar þannig að hún hálf sturlaðist. Þá var eins og eldglæringar kæmu frá augunum hennar og hún rúllaði tungunni einhvernveginn uppí sér og beit í hana eins og hún væri að líka eftir því að fara bíta einhvern líkamspart af mér, eða hluta af honum allavega. En núna er annað uppá teningnum því á þriðjudaginn síðasta fórum við á Flamengósjó. Elfa Lilja, minn tengiliður við skemmtanalíf Sevilla hafði bent okkur á þennan stað sem er rétt hjá skólanum okkar og við fórum saman, Ég,Agnes,Jökull,Halla og Þórdís og svo hittum við fleiri þar úr skólanum. Ég hafði aldrei farið á svona sjó áður svo ég vissi í rauninni ekkert hvað væri að fara gerast og svo var lika þriðjudagur svo ég var ekki að búast við neinu. Þetta var í nokkursskonar skemmu (samt ekkert skemmu en ekki samt svona sal þið skiljið) og þar var svið og uppá sviðinu sátu þessi þrjú
Þetta byrjaði á því að þau byrjuðu að sussa á lýðinn til að fá hljóð því þau voru ekki með hljóðkerfi eða neitt og húsið var stappað af fólki, ég giska á 100 manns. Svo byrjaði gítarleikarinn að spila (hann var sjúklega góður en var svolítið á svipinn eins og hann væri gjörsamlega ekkert að nenna þessu) og síðan byrjaði folinn í miðjunni að syngja en samt eiginlega ekki að syngja heldur að gráta.Hann söng alveg frekar vel en hefði ég verið þarna með söngskólagenginni systur minni hefði hún bent á að hann væri ekki að nota þyndina mikið eða eiginlega bara ekki neitt. Æðarnar hans, sem voru hársbreidd frá því að springa, tútnuðu út eins og um bjúgnagerð væri að ræða og tárin byrjuðu í alvörunni að leka niður vangana hans. Ekki kannski leka í stríðum straumum en hann var sjúklega tilfiningaríkur allavega. Og á meðan öllu þessu stóð sat ungfrúin hliðina á honum og klappaði í fimlegum takti. Hún var með þann allra alvarlegasta svip sem ég hef nokkurntíma séð get ég sagt ykkur. Hún gjörsamlega frysti mann með augnaráðinu og hún hræddi mig meira á þessu eina mómenti sem hún horfði í augun á mér en Árný gerði í allri okkar barnæsku. Mér líkaði alls ekki við hana fyrst. En svo þegar hún stóð upp seinna um kvöldið og byrjaði að dansa/stappa þá breytist það samt klárlega. Þvííííílíkur taktur hjá gömlu maður, ég sá oft ekki fæturnar hreyfast en samt heyrði maður þvílík stöpp (eitt stapp, mörg stöpp)
Svo þegar hún var búin að taka þvílíkt stappsóló þá trylltist salurinn, allir stóðu upp og voru klappandi og kallandi, sjúklega mikil stemming þarna, fáránlega gott kvöld!
Aqua de Sevilla, drykkur sem Elfa hvatti okkur til að prófa
Annars var skólavikan mjög skemmtileg og fræðandi, fengum nýjan kennara sem heitir Maria og er vægast sagt hress. Hún gengur inní stofuna og dettur beint í hlutverk og er alltaf út um allt og ótrúlega aktív og lætur mann langa virkilega að vita hvað hún er að segja, ég verð að segja að henni tókst það mjög vel. Við vorum m.a. að skoða óreglulegar sagnir þessa vikuna og fengum alltaf smá heimaverkefni að læra kannski 5 til 7 sagnir og svo spurði hún mann daginn eftir af einhverri af þessum sögnum, sem var reyndar vel stressandi en það slapp alltaf fyrir horn.
Í gær (laugardag) vöknuðum við fyrir allar aldir (held að klukkan hafi verið 9 eða eitthvað álíka!) og röltum út á rútustöð, stukkum uppí rútu og stefndum á ströndina. Sevilla er nefnilega ekki við strönd og það tekur rúmlega klukkutíma að keyra á ströndina en við ákváðum að gera okkur glaðan dag og fara saman, við íslendingarnir mínus Helga en plús sænska krúttið, Alexandra. Það var gómsæt sjávargola við ströndina svo sumir voru að vanmeta sólarstyrkinn. Tolli bar bara ekki á sig og brann því mjög illa, Jökull brann líka fjandi mikið á bakinu og bringunni og ég, sem virðist vera dóttir föður míns, náði mér í smá bruna í andliti þrátt fyrir að hafa verið dugleg að bera á mig. Svo þegar við komum heim elduðum við okkur mat og löbbuðum svo yfir til Höllu og Þórdísar rétt fyrir miðnætti. Þar var trúlegast versta bruna tilfellið. Halla gat varla labbað, það mátti varla anda á hana og henni var sjúklega kalt, sem verður að teljast afar óalgeng viðbrögð við bruna því við Jökull vorum að stikna. Halla lét þetta þó ekkert á sig fá og kom með okkur út. Við röltum yfir ánna að komast að því hvort spánverjar dansi bara ekkert og sem betur fer komust við að því að þeir eiga það til að lyfta sér upp og hrista sig duglega snemma á sunnudagsmorgnum, mikil hamingja!
Svo í dag er bara mikill letidagur, sofið út og kíkt smá í bók. Heima í sveitinni var önnur af tveim stórum smalahelgum núna um helgina og mér var mikið hugsað til heimahaganna og smalaleiðarinnar minnar því smalamennskur eru fyrir mér einn skemmtilegasti hluti ársins,miklu betra en afmæli,páskar og bolludagur. Geðheilsu minnar vegna verður þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég missi af þeim!
Í dag eru líka akkurat tvær vikur þangað til að ég fer til Valencia að vinna á Hosteli og Agnes og Jökull fara til Kanaríeyja, allt mjög spennandi!
Af Elínu er það litla sem ég veit að frétta að hún hoppaði uppí flugvél til Tansaníu á fimmtudagsmorgni og er að koma sér fyrir í þorpinu og hver veit nema hún fari að komast í netsamband til að segja okkur sögur frá svörtustu Afríku!
Annars held ég að ég láti þetta duga í bili
Kær kveðja frá Spáni!
Undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi ég persónulega svara þessari laufléttu spurningu með ''Reiðissvipurinn hennar Árnýjar systur''. Hann lýsir sér einfaldlega þannig að þegar við vorum á aldrinum 10-14 ára sirka (þetta hefur nu alveg gerst síðan samt) átti ég það til að fara eitthvað í hennar fínustu taugar þannig að hún hálf sturlaðist. Þá var eins og eldglæringar kæmu frá augunum hennar og hún rúllaði tungunni einhvernveginn uppí sér og beit í hana eins og hún væri að líka eftir því að fara bíta einhvern líkamspart af mér, eða hluta af honum allavega. En núna er annað uppá teningnum því á þriðjudaginn síðasta fórum við á Flamengósjó. Elfa Lilja, minn tengiliður við skemmtanalíf Sevilla hafði bent okkur á þennan stað sem er rétt hjá skólanum okkar og við fórum saman, Ég,Agnes,Jökull,Halla og Þórdís og svo hittum við fleiri þar úr skólanum. Ég hafði aldrei farið á svona sjó áður svo ég vissi í rauninni ekkert hvað væri að fara gerast og svo var lika þriðjudagur svo ég var ekki að búast við neinu. Þetta var í nokkursskonar skemmu (samt ekkert skemmu en ekki samt svona sal þið skiljið) og þar var svið og uppá sviðinu sátu þessi þrjú
Þetta byrjaði á því að þau byrjuðu að sussa á lýðinn til að fá hljóð því þau voru ekki með hljóðkerfi eða neitt og húsið var stappað af fólki, ég giska á 100 manns. Svo byrjaði gítarleikarinn að spila (hann var sjúklega góður en var svolítið á svipinn eins og hann væri gjörsamlega ekkert að nenna þessu) og síðan byrjaði folinn í miðjunni að syngja en samt eiginlega ekki að syngja heldur að gráta.Hann söng alveg frekar vel en hefði ég verið þarna með söngskólagenginni systur minni hefði hún bent á að hann væri ekki að nota þyndina mikið eða eiginlega bara ekki neitt. Æðarnar hans, sem voru hársbreidd frá því að springa, tútnuðu út eins og um bjúgnagerð væri að ræða og tárin byrjuðu í alvörunni að leka niður vangana hans. Ekki kannski leka í stríðum straumum en hann var sjúklega tilfiningaríkur allavega. Og á meðan öllu þessu stóð sat ungfrúin hliðina á honum og klappaði í fimlegum takti. Hún var með þann allra alvarlegasta svip sem ég hef nokkurntíma séð get ég sagt ykkur. Hún gjörsamlega frysti mann með augnaráðinu og hún hræddi mig meira á þessu eina mómenti sem hún horfði í augun á mér en Árný gerði í allri okkar barnæsku. Mér líkaði alls ekki við hana fyrst. En svo þegar hún stóð upp seinna um kvöldið og byrjaði að dansa/stappa þá breytist það samt klárlega. Þvííííílíkur taktur hjá gömlu maður, ég sá oft ekki fæturnar hreyfast en samt heyrði maður þvílík stöpp (eitt stapp, mörg stöpp)
Svo þegar hún var búin að taka þvílíkt stappsóló þá trylltist salurinn, allir stóðu upp og voru klappandi og kallandi, sjúklega mikil stemming þarna, fáránlega gott kvöld!
Aqua de Sevilla, drykkur sem Elfa hvatti okkur til að prófa
Annars var skólavikan mjög skemmtileg og fræðandi, fengum nýjan kennara sem heitir Maria og er vægast sagt hress. Hún gengur inní stofuna og dettur beint í hlutverk og er alltaf út um allt og ótrúlega aktív og lætur mann langa virkilega að vita hvað hún er að segja, ég verð að segja að henni tókst það mjög vel. Við vorum m.a. að skoða óreglulegar sagnir þessa vikuna og fengum alltaf smá heimaverkefni að læra kannski 5 til 7 sagnir og svo spurði hún mann daginn eftir af einhverri af þessum sögnum, sem var reyndar vel stressandi en það slapp alltaf fyrir horn.
Í gær (laugardag) vöknuðum við fyrir allar aldir (held að klukkan hafi verið 9 eða eitthvað álíka!) og röltum út á rútustöð, stukkum uppí rútu og stefndum á ströndina. Sevilla er nefnilega ekki við strönd og það tekur rúmlega klukkutíma að keyra á ströndina en við ákváðum að gera okkur glaðan dag og fara saman, við íslendingarnir mínus Helga en plús sænska krúttið, Alexandra. Það var gómsæt sjávargola við ströndina svo sumir voru að vanmeta sólarstyrkinn. Tolli bar bara ekki á sig og brann því mjög illa, Jökull brann líka fjandi mikið á bakinu og bringunni og ég, sem virðist vera dóttir föður míns, náði mér í smá bruna í andliti þrátt fyrir að hafa verið dugleg að bera á mig. Svo þegar við komum heim elduðum við okkur mat og löbbuðum svo yfir til Höllu og Þórdísar rétt fyrir miðnætti. Þar var trúlegast versta bruna tilfellið. Halla gat varla labbað, það mátti varla anda á hana og henni var sjúklega kalt, sem verður að teljast afar óalgeng viðbrögð við bruna því við Jökull vorum að stikna. Halla lét þetta þó ekkert á sig fá og kom með okkur út. Við röltum yfir ánna að komast að því hvort spánverjar dansi bara ekkert og sem betur fer komust við að því að þeir eiga það til að lyfta sér upp og hrista sig duglega snemma á sunnudagsmorgnum, mikil hamingja!
Svo í dag er bara mikill letidagur, sofið út og kíkt smá í bók. Heima í sveitinni var önnur af tveim stórum smalahelgum núna um helgina og mér var mikið hugsað til heimahaganna og smalaleiðarinnar minnar því smalamennskur eru fyrir mér einn skemmtilegasti hluti ársins,miklu betra en afmæli,páskar og bolludagur. Geðheilsu minnar vegna verður þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég missi af þeim!
Í dag eru líka akkurat tvær vikur þangað til að ég fer til Valencia að vinna á Hosteli og Agnes og Jökull fara til Kanaríeyja, allt mjög spennandi!
Af Elínu er það litla sem ég veit að frétta að hún hoppaði uppí flugvél til Tansaníu á fimmtudagsmorgni og er að koma sér fyrir í þorpinu og hver veit nema hún fari að komast í netsamband til að segja okkur sögur frá svörtustu Afríku!
Annars held ég að ég láti þetta duga í bili
Kær kveðja frá Spáni!
sábado, 10 de septiembre de 2011
Kæru lesendur
Það er mér hjartanleg ánægja að bjóða þér/ykkur velkomin á þetta forláta/ljóta blogg okkar Elínar. Við tókum þá skynsamlegu ákvörðun að vera saman með blogg því þá getum við fært okkar elskulegu lesendum sýn inní tvær heimsálfur á einni og sömu internetsslóðinni! Plús það að sem stakir einstaklingar myndum við ekki fullnægja blogglesningaþörf meðal íslendings en sem Dúó/teymi/ein manneskja ættum við að ná að halda athygli ykkar næstu 3 mánuðina. Til að allir séu með allt á hreinu þá er ég (Ellen Björg) í Sevilla á Spáni á tungumálanámskeiði en held til Valencia 2. oktober til að fara vinna á Hosteli fram að 17. desember. Elín Björk er hinsvegar að fara sinna öllu mikilvægari málefnum í austurhluta Afríku, nánar tiltekið Tanzaníu,nánar tiltekið rétt við landamæri Kenía, þar sem hún mun vinna í hinum ýmsu verkefnum og heyrst hefur að hún sé komin með viðurnefnið ''Hvíta Vonin'' og hún er ekki einu sinni komin á staðinn, vel gert Trélím! Ég efast ekki um að hún útskýri þetta betur þegar hún gefur sér tíma til að blogga þessi elska.
Ég kom til Sevilla mánudaginn 5. september eftir dásamlega 11 daga ferð til Kúbu (sem ég ætla næstum að lofa að við skrifum um seinna meir) með afar bólgin fót.
Ein mynd frá Kúbu samt!
Hann var reyndar orðin tvöfaldur í Kúbufluginu og tilfiningalaus á lestarstöðinni í London en þar sem við vorum tæp á tíma í London þorði ég ekki að kíkja til læknis þar og saug uppí nefið (var með nefrennsli sko, græt aldrei) og hoppaði á einum fæti uppí taxa og út á flugvöll í London. Hoppaði þar i gegnum tékkið og vegabréfaeftirlitið. Hoppaði í gegnum málmskannan og fékk píp á mig og indæla konan með handskannan setti mig hiklaust upp á koll til að geta örugglega skannað mig frá toppi til táar og áður en hún byrjaði að þukla mig var hún samt svo kurteis að spurja hvort ég væri nokkuð eitthvað slösuð áður en hún byrjaði að kreista mig. Ég horfði niður á fótinn tvöfalda sem var ekki einu sinni í skó og sagðist finna aðeins til í fætinum. Dýrlingurinn sem hún var sleppti hún því að þukla hann....fast. En jæja komst lifandi í gegnum þetta flug, náði að sofa ágætlega í fluginu því ég svaf bara 4 mín. í 10 tíma kvöldfluginu frá Kúbu. Þegar ég lenti í Sevilla fór ég og hitti Agnesi og Jökul ( vinkona mín og kærstinn hennar sem eru með mér í þessu sama verkefni á Spáni) sem voru þegar komin til Spánar og við fórum beint upp á sjúkrahús. Þar tók við afar skemmtileg og löng bið þar sem maður þurfti að fara þvílíka krókaleið til að lenda loksins hjá einhverjum sem gat gefið manni svar. Ég fékk samt hjólastól sem var sjúklega fínt, aðalega því hann var appelsínugulur og því í stíl við nýju sólgleraugun mín en plús það þá fékk ég líka tvær röntgen myndir af fætinum á mér(tók þær með heim). Ég sagði þeim samt að ég væri ekki brotin en þeir sögðu að ég hafi verið að misþyrma fætinum svo mikið síðustu sirka 20 tíma að ég gæti hafa brotið einhver lítil bein bara á að labba á honum svona slæmum. En þegar öllu var á botnin hvolft (tók já 5 tíma, 2 röntgenmyndir 5 mismunandi lækna að segja ''ojj'' við að sjá fótinn á mér) kom í ljós að þetta var bara álagsmeiðsl á háu stigi. Ég var í eitthvað lélegum skóm á Kúbu og við löbbuðum rosalega mikið þar og ég hlífði aldrei fætinum svo bólgan sem myndaðist hægt og sígandi á Kúbu fékk aldrei að hjaðna eða eitthvað álíka. Ég fékk krem og 4 verkjatöflur með heim og skipun um að vera rúmliggjandi næstu daga.Svo næstu dagar einkenndust af rólegheitum, svefni og yndislegri þjónustulund meðleiganda minna. Við erum 4 saman í íbúð með 6 herbergjum,eldhúsi og klósett. Ég, Jökull,Agnes og strákur frá Selfossi sem heitir Tolli og er í sama verkefni. Rosalega kósý íbúð á jarðhæð og konan sem á hana á heima fyrir ofan okkur, megahress!
Á miðvikudeginum ákvað ég að halda samt á stað í skólann. Við Jökull erum saman á byrjendanámskeiði en Agnes er í annarri byggingu 5 min. frá okkar því hún var búin að taka einn áfanga í spænsku og er í rauninni bara hársbreidd frá því að vera ein af heimamönnum.
Við Jökull erum með fyrirtaks kennara sem heitir Agri (kona) sem talar bara spænsku sem er svolítið flókið en verður betra og skiljanlegra með hverjum tímanum sem líður. Við erum í sirka 10 manna bekk með fólki á ýmsum aldri og þjóðerni. T.d. má nefna sænsku fimmtugu hjónin Kent og Elizabet, finnska stelpu sem er örugglega svona 30-35 ára sem heitir Mia (sem er mjög auðvelt að muna, takk Finnland fyrir að gefa okkur múmínálfanna). Svo eru tvær franskar á fertugsaldri, einn 19 ára ástrali sem er keimlíkur kóalabirni ef maður gefur sér tíma og ýmindunarafl, 19 ára japönsk stelpa og einn hollendingur. Spænskukennslan gengur ágætlega, í fyrsta tímanum skildi ég ekki neitt en svo er þetta koma hægt og sígandi og við erum dugleg að glósa og læra heima líka.
Á fimmtudaginn fór stór hluti af námskeiðinu (öll styrkleikastigin) saman út að borða Tapas og þar hitti ég líka hinar íslensku stelpurnar sem eru á þessu námskeiði en samtals erum við svona 6 íslendingar og ein stelpa af þessum stelpum á eftir að vinna með mér í Valencia, kemur samt í nóvember en samt mjög fínt. Við fengum rosa fínan mat, miðað við að við giskuðum eiginlega bara á hvað hlutirnir þýddu á matseðlinum og eftir á fór hópurinn allur á einhvern bar þar sem við vorum að spjalla og kynnast aðeins. Síðan í gær, föstudag, hittumst við aftur á bar niðrí bæ og ætluðum að finna stað til að dansa aðeins en kemur á daginn að Sevillabúar dansa voðalega lítið. Í rauninni standa þeir bara fyrir UTAN barina og tala saman og drekka bjór, eins og þeim sé bara bannað að tala saman á daginn. Þeim finnst voðlega skrítið ef einhver fer að dansa,þ.e. ef það er einhver tónlist á þessum börum, sem er mjög sjaldan. Eftir föstudagsvonbrigðin ákváðum við að hafa bara video-kvöld í kvöld og horfðum á spænska mynd (alltaf að læra mamma) en það fór einhver hópur krakka yfir ánna og ætlaði að athuga hvernig dansmenningin (ef svo skyldi kalla) væri þar svo við gætum komist til botns í þessu dansleysis ráðgátu eftir helgi.
Svo er það bara rólegur sunnudagur á morgun, eflaust eitthvað litið í bækur ( tek sjaldan frí frá náminum mamma mín) og rölt um bæinn. Svo bara skólavika númer tvö á mánudaginn með nýjum og spennandi málfræðiatriðum að læra!
Þetta er orðið svo miklu lengra en ég ætlaði að láta þetta vera en vonandi hafi þið gaman af =)
Hafiði það gott elsku vinir!
35stiga heit kveðja frá Sevilla
Ellen
Leyfum Diddu að eiga síðasta orðið bara..
Það er mér hjartanleg ánægja að bjóða þér/ykkur velkomin á þetta forláta/ljóta blogg okkar Elínar. Við tókum þá skynsamlegu ákvörðun að vera saman með blogg því þá getum við fært okkar elskulegu lesendum sýn inní tvær heimsálfur á einni og sömu internetsslóðinni! Plús það að sem stakir einstaklingar myndum við ekki fullnægja blogglesningaþörf meðal íslendings en sem Dúó/teymi/ein manneskja ættum við að ná að halda athygli ykkar næstu 3 mánuðina. Til að allir séu með allt á hreinu þá er ég (Ellen Björg) í Sevilla á Spáni á tungumálanámskeiði en held til Valencia 2. oktober til að fara vinna á Hosteli fram að 17. desember. Elín Björk er hinsvegar að fara sinna öllu mikilvægari málefnum í austurhluta Afríku, nánar tiltekið Tanzaníu,nánar tiltekið rétt við landamæri Kenía, þar sem hún mun vinna í hinum ýmsu verkefnum og heyrst hefur að hún sé komin með viðurnefnið ''Hvíta Vonin'' og hún er ekki einu sinni komin á staðinn, vel gert Trélím! Ég efast ekki um að hún útskýri þetta betur þegar hún gefur sér tíma til að blogga þessi elska.
Ég kom til Sevilla mánudaginn 5. september eftir dásamlega 11 daga ferð til Kúbu (sem ég ætla næstum að lofa að við skrifum um seinna meir) með afar bólgin fót.
Ein mynd frá Kúbu samt!
Hann var reyndar orðin tvöfaldur í Kúbufluginu og tilfiningalaus á lestarstöðinni í London en þar sem við vorum tæp á tíma í London þorði ég ekki að kíkja til læknis þar og saug uppí nefið (var með nefrennsli sko, græt aldrei) og hoppaði á einum fæti uppí taxa og út á flugvöll í London. Hoppaði þar i gegnum tékkið og vegabréfaeftirlitið. Hoppaði í gegnum málmskannan og fékk píp á mig og indæla konan með handskannan setti mig hiklaust upp á koll til að geta örugglega skannað mig frá toppi til táar og áður en hún byrjaði að þukla mig var hún samt svo kurteis að spurja hvort ég væri nokkuð eitthvað slösuð áður en hún byrjaði að kreista mig. Ég horfði niður á fótinn tvöfalda sem var ekki einu sinni í skó og sagðist finna aðeins til í fætinum. Dýrlingurinn sem hún var sleppti hún því að þukla hann....fast. En jæja komst lifandi í gegnum þetta flug, náði að sofa ágætlega í fluginu því ég svaf bara 4 mín. í 10 tíma kvöldfluginu frá Kúbu. Þegar ég lenti í Sevilla fór ég og hitti Agnesi og Jökul ( vinkona mín og kærstinn hennar sem eru með mér í þessu sama verkefni á Spáni) sem voru þegar komin til Spánar og við fórum beint upp á sjúkrahús. Þar tók við afar skemmtileg og löng bið þar sem maður þurfti að fara þvílíka krókaleið til að lenda loksins hjá einhverjum sem gat gefið manni svar. Ég fékk samt hjólastól sem var sjúklega fínt, aðalega því hann var appelsínugulur og því í stíl við nýju sólgleraugun mín en plús það þá fékk ég líka tvær röntgen myndir af fætinum á mér(tók þær með heim). Ég sagði þeim samt að ég væri ekki brotin en þeir sögðu að ég hafi verið að misþyrma fætinum svo mikið síðustu sirka 20 tíma að ég gæti hafa brotið einhver lítil bein bara á að labba á honum svona slæmum. En þegar öllu var á botnin hvolft (tók já 5 tíma, 2 röntgenmyndir 5 mismunandi lækna að segja ''ojj'' við að sjá fótinn á mér) kom í ljós að þetta var bara álagsmeiðsl á háu stigi. Ég var í eitthvað lélegum skóm á Kúbu og við löbbuðum rosalega mikið þar og ég hlífði aldrei fætinum svo bólgan sem myndaðist hægt og sígandi á Kúbu fékk aldrei að hjaðna eða eitthvað álíka. Ég fékk krem og 4 verkjatöflur með heim og skipun um að vera rúmliggjandi næstu daga.Svo næstu dagar einkenndust af rólegheitum, svefni og yndislegri þjónustulund meðleiganda minna. Við erum 4 saman í íbúð með 6 herbergjum,eldhúsi og klósett. Ég, Jökull,Agnes og strákur frá Selfossi sem heitir Tolli og er í sama verkefni. Rosalega kósý íbúð á jarðhæð og konan sem á hana á heima fyrir ofan okkur, megahress!
Á miðvikudeginum ákvað ég að halda samt á stað í skólann. Við Jökull erum saman á byrjendanámskeiði en Agnes er í annarri byggingu 5 min. frá okkar því hún var búin að taka einn áfanga í spænsku og er í rauninni bara hársbreidd frá því að vera ein af heimamönnum.
Við Jökull erum með fyrirtaks kennara sem heitir Agri (kona) sem talar bara spænsku sem er svolítið flókið en verður betra og skiljanlegra með hverjum tímanum sem líður. Við erum í sirka 10 manna bekk með fólki á ýmsum aldri og þjóðerni. T.d. má nefna sænsku fimmtugu hjónin Kent og Elizabet, finnska stelpu sem er örugglega svona 30-35 ára sem heitir Mia (sem er mjög auðvelt að muna, takk Finnland fyrir að gefa okkur múmínálfanna). Svo eru tvær franskar á fertugsaldri, einn 19 ára ástrali sem er keimlíkur kóalabirni ef maður gefur sér tíma og ýmindunarafl, 19 ára japönsk stelpa og einn hollendingur. Spænskukennslan gengur ágætlega, í fyrsta tímanum skildi ég ekki neitt en svo er þetta koma hægt og sígandi og við erum dugleg að glósa og læra heima líka.
Á fimmtudaginn fór stór hluti af námskeiðinu (öll styrkleikastigin) saman út að borða Tapas og þar hitti ég líka hinar íslensku stelpurnar sem eru á þessu námskeiði en samtals erum við svona 6 íslendingar og ein stelpa af þessum stelpum á eftir að vinna með mér í Valencia, kemur samt í nóvember en samt mjög fínt. Við fengum rosa fínan mat, miðað við að við giskuðum eiginlega bara á hvað hlutirnir þýddu á matseðlinum og eftir á fór hópurinn allur á einhvern bar þar sem við vorum að spjalla og kynnast aðeins. Síðan í gær, föstudag, hittumst við aftur á bar niðrí bæ og ætluðum að finna stað til að dansa aðeins en kemur á daginn að Sevillabúar dansa voðalega lítið. Í rauninni standa þeir bara fyrir UTAN barina og tala saman og drekka bjór, eins og þeim sé bara bannað að tala saman á daginn. Þeim finnst voðlega skrítið ef einhver fer að dansa,þ.e. ef það er einhver tónlist á þessum börum, sem er mjög sjaldan. Eftir föstudagsvonbrigðin ákváðum við að hafa bara video-kvöld í kvöld og horfðum á spænska mynd (alltaf að læra mamma) en það fór einhver hópur krakka yfir ánna og ætlaði að athuga hvernig dansmenningin (ef svo skyldi kalla) væri þar svo við gætum komist til botns í þessu dansleysis ráðgátu eftir helgi.
Svo er það bara rólegur sunnudagur á morgun, eflaust eitthvað litið í bækur ( tek sjaldan frí frá náminum mamma mín) og rölt um bæinn. Svo bara skólavika númer tvö á mánudaginn með nýjum og spennandi málfræðiatriðum að læra!
Þetta er orðið svo miklu lengra en ég ætlaði að láta þetta vera en vonandi hafi þið gaman af =)
Hafiði það gott elsku vinir!
35stiga heit kveðja frá Sevilla
Ellen
Leyfum Diddu að eiga síðasta orðið bara..
Suscribirse a:
Entradas (Atom)