miércoles, 30 de noviembre de 2011

Zansibar og Mafiu Gleði


Jæja þá held ég bara að það sé kominn tími á nýtt blogg. Margt hefur gerst síðan seinast skal ég segja ykkur. Jake og John vinir Berit komu frá bandaríkjunum fyrir rúmlega mánuði og eru þeir mestu yndin. Þeir eru báðir 60 og eitthvað og er Jake pínulítill og já jafn breiður og hann er hár. Hann ætlar að vera hérna í 6 mánuði og byggja vatnsbrunn og fleira. Hann var eitthvað að spurja mig þarna rétt eftir að hann kom hvernig fjölskyldan mín væri og einhvern veginn kom það upp að ég ætti engan afa á lífi þannig að hann sagði bara að ég mætti kalla hann afa og er það yyndislegt að eignast “nýjan” afa skal e´g segja ykkur haha. John var bara hérna í 3 vikur en hann er líka algjört krútt og svona týpískur afi líka en þar sem hann var svo stutt hérna hþá tók það því ekki að stofna þetta afa-barnabarns samband ef þið vitið hvað ég meina. Jæja svo mætti hin yndislega Lis frá Danmörku. Hún er fimmtug(já þetta unga lið er að trylla bæinn hérna) en já hún er s.s hérna í mánuð og er algjört yndi. Og er hún bara eins og stjúpmóðir mín. Já það er ekki leiðinlegt að eiga tvær fjölskyldur og eina og svona alþjóðlega:)

Svo þann 29. Október forum við í smá fjallgöngu. S.s ég, Lene, Jonathan og nokkrar stelpur úr centerinu. Við löbbuðum uppá Selebu sem er hmm held ég sovna 800 metrar. Það var frekar magnað. Sjúklega bratt aaaallan tímann og ekki einu sinni láta ykkur detta það í hug að það hafi verið einhverskonar stígar eða e-ð til að fara eftir. Maður fór bara þá leið sem manni fannst vera hentugust eða auðveldust. Svo þegar við komum upp, eða þau sem komust upp, fengum við okkur hádegismat og já sáum svo Fílakúk. Nýjan meira að segja. Hefði verið frekar magnað/hættulegt að hitta á fílana. En já svo forum við niður eftir nokkrar myndatökur og verð ég að segja að stundum var ég viss um að e´g væri að fara að deyja. Guidinn sem var með okkur vissi ekkert hvert hann var að fara þannig að við forum bara einhverja leið og svo allt í einu vorum við á stórum stein eða e-ð og kannski 10 metrar niður þannig að við komumst ekki neitt þannig að já við þurftum mjöög oft að snúa við og fara til baka og já klifra í gegnum trén. Held að þetta hafi tekið rúmlega 9 tíma. En já þetta var mjög skrautlegt og sjúúklega gaman.

Jæja þá er komið að gleðinni! Zansibar og Mafia! Je man!
Þann 16. Nóvember tók ég rútuna hérna í Ilula til Dar es Salaam. 8 tíma ferðalag umkringd 4 sextugum ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. En það var nú samt meiri gleðin því við spjölluðum sjúklega um mikið um lífið og tilveruna. Ekki það að ég skildi e-ð hvað þeir sögðu og þeir skildu mig örugglega ekki heldur þar sem já seinast þegar ég vissi þá talaði ég ekki ítölsku. Eníveis þá var þetta bara mjög fínt og svo um 5 leitið kom ég til Dar. Tinna tók þar á móti mér ásamt öllu liðinu á rútustöðinni. Endalaust af fólki og þau eeelska hvítt folk og þau elska líka að pirra það sjúklega mikið og elta. En já við tókum Daladala að YMCA þar sem ég gisti. Svo fór Tinna og Gabríel strákur sem er að vinna með henni til baka og ég hitti 3 stráka á ymca og stukkum við á subway(já það er til subway í Tanzaníu) og fengum og svo smá að drekka. Rosa fínt. Svo komu Simon og Torben, sjálboðaliðar frá þýskalandi og forum við á Holiday inn og tjilluðum við aðeins þar uppá þakinu með nokkra kalda. Yyyndislegt alveg.
Jæja svo daginn eftir vöknðum við kl 5 og forum í daladala út á rútustöðina. Á leiðinni tókst mér að sjálfsögðu að detta og fékk svona smá sár framan á ristina. Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta ekki merkilegt en þið sjáið hérna á eftir hvað verður um þetta litla Ódjúpa sár. Jæja svo hittum við Tinnu, Carolu(dk), Rebeccu(swe), Lisu(Sviss), og Robert(þýsk.) á rútustöðinni. Þar fundum við svona mini rútu og forum með henni eitthvert og skiptum þar yfir í aðra og forum með henni í einhvern pínu bæ fyrir sunnan Dar og var það 3. Tíma akstur. Þar fengum við okkur smá hádegismat og spiluðum uno og forseta og svo forum við í bátinn sem átti að fara með okkur til Mafiu. Þetta var nú enginn snekkja verð ég að segja. Við þurftum að vaða og klifra yfir í þennan eldgamla trébát. Fullan af fólki og já við vorum einu túristarnir eða eina hvíta fólkið þannig að við fengum frekar mikla athygli þarna og fylgdust allir frekar vel með okkur. Svo ætlaði ég að taka mynd þegar við vorum að klifra yfir í bátinn en þá var það stranglega bannað. Ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið kolólöglegur bátur. Jæja ferðin tók 3+ tíma. Og alveg nokkrum sinnum héldum við að við myndum deyja hah. Fyrst var bara sól og yndislegt veður en svo var bara kalt og rigning og við fengum sjóinn yfir okkur og sáum ekkert land eða bara mjööög langt í burtu. Það var ekkert voðalega yndisleg tilfinning. En þegar við komum í land var ótrúlega fínt veður og var sólin akkurat að setjast. Á móti okkur kom guidinn okkar Shamey og er hann mjög fínn. Hann fór með okkur uppá hostelið okkar sem var nú frekar cheap en við borguðum rúmlega 1000 kr á nóttina þar. Við vorum 3 daga á Mafiu og var það yyndislegt. Fyrsta daginn forum við að snorkla og hittum við Nemo og Dóru. Þau voru hress. Og svo forum við á chole Island og sáum Fox Bats eða fljúgandi refi. Þaað var magnað. Og svo sáum við the magic coconut tree sem fer í hring (sjá myndir á feis). Svo daginn eftir forum við að synda með Whale Shark. Það var alvöru magnað. Við stukkum útí sjóinn og þarna var hann bara að tjilla og vorum við svona meter frá honum eða svo og hann gerði ekki neitt. Sá sem við sáum var um 5 metrar en það er víst bara lítið. Svo þegar hann fór ætluðum við að reyna að finna annan en þá bilaði báturin og það byrjaði að rigna sjúklega mikið og þá varð sjúklega kalt og við sáum ekkert land og þá enn og aftur héldum við að við værum að fara að deyja hah. Svo föttuðum við að sjórinn var bara heitur þannig að við stukkum út í en þá föttuðum við líka að það gætu hugsanlega mögulega kannski verið hákarlar þarna þannig að við vorum fljótar fara aftur í bátinn. Loksins komumst við svo til baka og um kvöldið forum við á ströndina og horfðum á sólsetrið og bjuggum til smá brennu og elduðum spaghetti og horfðum á stjörnurnar. Ljúfalíf!.
Jæja daginn eftir fóru strákarnir og Rebecca með bátnum til baka og við hinar tókum flug til Zansibar. Það er yndisleg eyja. Semí eins og að koma bara til Arabíu, ekki það að ég hafi komið þangað en það eru næstum bara múslimar þarna og allt út í svona litlum búðum með gömlu dóti og vatnspípum og já æjji það er svona arabíustemmari þarna bara. Við gistum á Jambo inn hotelinu sem er í Stone Town. Jájá það var bara fínt, mjög vel staðsett. Mögulega besti veitingastaður sem e´g veit var bara 2 skrefum frá borðuðum við öll kvöldin þar og svo í hádeginu áður en við forum til baka hah. Svo daginn eftir tókum við daladala á Paje ströndina á austurströnd Zansibar. Það var gullfallegur staður. Það var líka nánast enginn þarna þannig að það var bara hvít strönd, heitur tær sjórinn og við. Þar eyddum við öllum deginum í sólbaði bara (já þetta var 21. Nóvember) og forum svo til baka og hittum Rebeccu og Lydiu sem er líka frá Svíþjóð. Svooo daginn eftir forum við í spice tour og komumst við að allskonar hlutum um ávexti og krydd og fleira. Svo um kvöldið forum við bara á ströndina hjá Stone town og horfðum við á yndislega sólarsetrið og forum svo aftur á Green Garden veitingastaðinn okkar og fengum okkur ljúffenga pizzu. Svo (já mér finnst gaman að segja svo) daginn eftir fórum við að synda með höfrungum. Vöknðum snemma og keyrðum eitthvert á einhverja strönd og fórum svo í bát og sigldum út á haf. Svo þegar gæjinn sagði okkur að stökkva stukkum við útí og sáum fullt af höfrungum beint fyrir neðan okkur og svo sáum við þá líka stökkva og svona skemmtilegt. Yndislegt alveg.
En já ég gleymdi að segja að í Dar og Mafiu og Zansibar eru skriiilljón mosquito flugur og ég skal segja ykkur það að þær í alvörunni elska mig. Ég held að ég hafi fengið rúmlega 20 bit bara á einn fótinn og svona 10 á hinn og svo bara útum allt og þarna í lokin var vinstri fóturinn minn orðinn sjúklega bólginn og ógeðslegur (svolítið svona eins Ellenar fótur eftir Kúbu) og sárið þarna sem ég fékk í byrjun var ógeðslegt og að öllum líkindum kominn gröftur í það. Yummi. En þegar við komum til baka til Dar var fóturinn svo ógeðslegur þannig að ég hringdi í múttu og hún sagði mér að fara upp á spítala þannig að Daginn eftir tók ég leigubíl upp á spítala og eyddi dágóðum tíma þar og fékk 3 pakka af pillum og krem. Já núna er ég búin að heimsækja tvo spítala í Tanzaníu. Þessi var samt öllu betri og bara mjög líkur landspítalanum eiginlega. En þegar ég komst loksins útaf spítalanum hitti ég tinnu og fórum við í Mollið hérna, eina mollið í Tanzaníu og svo á muenge Markaðinn og keyptum svona smá afríkudót. Svo núna á laugardaginn tók ég 9 tíma rútu til baka og var tilfinningin smá eins og að koma bara heim. Og í dag eru bara 19 dagar í heimkomu á klakann. og bara 18 dagar í meetið í london! Já tíminn líður sko hratt.! Vúíí!
Jæja nú held ég að þetta sé bara komið gott. Bless kex!

No hay comentarios:

Publicar un comentario