viernes, 28 de octubre de 2011

Elín, Ellin, Ellen eða Herlin.. einhver munur? nei


Jæja þá heldur ævintýrið áfram..

Gaman að segja frá því að hér getur enginn skrifað nafnið mitt. Á herberginu mínu heiti ég Ellin, á öllum vikuplönum heiti ég Ellen (tilviljun? Held ekki..) og svo á spítalanum hét hér Herlin. Held að eina manneskjan sem viti að ég heiti Elín er Lene hah.

En já s.s. IOP ( Ilula orphan center) var s.s stofnað fyrir 10 árum. Kona sem heitir Berit Skaare og er norsk stofnaði það með aðeins fimm krakka en núna eru um 1300 krakkar skráðir í IOP og eru með sponsora frá ýmsum löndum í evrópu og svo bandaríkjunum. Þetta er risa verkefni og eru þau með pre school og primary school og svo eru þau að byggja high school og bókasafn og fleira.

Fyrir þremum vikum kom ný stelpa sem heitir Hilda og er 13 ára en hún missti báða foreldra sína fyrir rúmum 2 mánuðum og bjó ein í rúman mánuð í pínu litlu moldarhúsi. Þvoði fötin sín og eldaði og allt sjálf þangað til hún kom hingað og svo frétti ég að henni vantaði sponsor þannig að ég tók hana bara að mér þannig séð. Hún er mögulega mesta mús sem ég veit, algjört yndi og ekkert smá dugleg.

Stelpurnar hérna eru með skátafundi á sunnudögum og þá gerum við ýmsa skemmtilega hluti. Seinasta sunnudag fórum við út og bundum reipi á milli trjáa og svo voru stelpurnar að klifra á milli trjánna og við stóðum undir og gripum þær ef/þegar þær duttu. Það var mjög gaman og skemmtu stelpurnar sér alveg konunglega.
Svo hélt ég svona íslendinga kvöld um daginn og sagði stelpunum frá íslandi og sýndi þeim svo myndir í tölvunni og þar á meðal myndir frá Trékyllisvíkinni sjálfri og Drangaskörð og fleira og fannst þeim það sjúklega merkilegt og flott. Já melar eru orðnir frægir í Tanzaníu.
Svo fórum ég og lene með Tulla og Alex í nokkur lítil þorp hérna í kring, mlafu, Isagwa og fleiri. Isagwa er mögulega fallegasti staður sem ég hef nokkurn tíman séð. Gullfallegt alveg. En já við vorum s.s að færa fósturfjölskyldum sykur, hrísgrjón, vatn og fleira. Svo héldum við smá fyrirlestra um hversu mikilvægt hreinlæti er og að sjálfsögðu tókum ég og lene það á okkur þar sem við erum mzungus og skv. Liðinu hérna hlustar folk frekar á okkur heldur en uu aðra.. Svo komum við líka við á leiðinni til baka í bananalandi og keyptum skrilljón banana beint af tjánum. Yndislegur staður í alla staði. Bananar alls staðar!

Svo fyrir svona 3 vikum kom nýr sjálfboðaliði frá Hollandi og heitir hann Jonathan og er 21. Árs. Verð að viðurkenna að við erum ekki beint bestu vinir, ekkert óvinir samt, en já við erum mjööög ólík þannig að það getur stundum verið frekar erfitt að vinna með honum og erum við mjög mjög oft ósammála um hluti.
            Svoo þarna nokkrum dögum seinna kom norsk fjölskylda í heimsókn. Mögulega svalasta fjölskylda sem ég veit. Þetta voru s.s foreldrar með þrjú börn. Simon (20) sem spilar á gítar og saxafón, Aslak(17) sem spilar á piano og syngur og Sara(12) sem syngur sjúúklega vel, og voru þau að ferðast um heiminn í eitt ár og spila og syngja á götunum. Sjúklega fín öll og var mjög gaman líka að fá smá tilbreytingu hérna hah.
 Een já svo seinustu helgi forum við öll (as in ég, lene, jonathan, Berit og tvær norskar vinkonur Berit-ar Vigdis og Elsbet og Ron frá USA sem ætlar að vera hérna allavega í ár) í brúðkaup hjá Stephano og mariu. Stephano vinnur hérna í IOP sem “kúabóndi” og bauð hann okkur öllum. Það boðar víst líka gæfu að hafa hvítt fólk í brúðkaupinu sínu. Brúðkaup hér eru allt öðruvísi en heima. Hérna stekkur fólk upp á svona 5 min fresti og dansar í svona 30 sek og sest svo aftur og þá eru einhverjar ræður eða e-ð svoleiðis. Allt á Kiswahili þannig að ég veit ekki alveg hvað fór fram þarna en mig grunar að það hafi e-ð verið að tala um guð. Þetta er mjög fyndið samt, allir eru sjúklega glaðir og brosandi og hlægjandi allan tíman og jú dansandi nema brúðhjónin. Þau eru grafalvarleg allan tíman. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að það væri verið að pína þau í þetta hjónaband en þetta er víst bara hefð hérna, mjög skrýtið allt saman og svo þarf konan að krjúpa þegar gaurinn gefur henni kökubita (sem er líka hefð að þau gefi hvoru öðru kökubita) og skríða á hnjánum í hvíta kjólnum. En svo í lokin eftir að við borðuðum yndismat þá forum við öll að dansa. Eða nei okei ekki öll. Fyrst fór bara ég og Ron en svo settumst við aftur og svo kom ein brúðarmeyjan (svona 5 ára) til mín og bað mig um að koma að dansa með þeim og fór ég að sjálfsögðu og dansaði með öllu fólkinu og var það sjúúklega gaman. Sérstaklega miðað við hitt “hvíta” liðið sem sat bara og horfði. Eins og áður kom fram þá er ég og jonathan ekki beint lík en hann spurði mig einmitt í lokin hvort mér hefði í alvöru fundist gaman að dansa með þeim því þessi tónlist væri svo skrítin og leiðinleg og skrítið að dansa við fólkið þarna. Og sagði hann að ég væri stórfurðuleg að finnast það gaman.. æjji já hann er svo mikið yndi þessi jonathan.. eeh Nei!
Svo núna á mánudaginn forum ég, lene, Berit, Vigdis og Elsbet (ekki jonathan þar sem honum finnst asanlegt að eyða nokkrum dögum í að skoða dýr) í Safari í Ruaha park sem er stærsti national garðurinn í tanzaníu. Það var magnað.
Á mánudeginum forum við bara stutt safari um garðinn en sáum alveg flest dýrin. Gíraffa, fíla, flóðhesta, krókudíla (ég frétti að þeir væru víst með kalt blóð Marta) og svo sáum við gullfallegt alvöru afrískt sólarlag. Yndislegt alveg. Svo á þriðjudeginum fórum við í safari allan daginn og borðuðum hádegismatinn bara svona 5 metrum frá nokkrum gíröffum, það var alveg frekar magnað. Þá sáum við líka fleiri dýr og þar á meðal ljón og blettatígur og fleiri skemmtileg dýr og voru þau bara svona 2 metra frá okkur eða e-ð.
Við gistum í svona Lodges og vorum ég og lene með einn einskonar bústað bara fyrir okkur og með útsýni yfir það sem á að vera á en þar sem það eru svo miklir þurrkar þá er engin á. En beint á móti bústaðnum okkar bara rétt hjá bjuggu tveir apar bara og svo fullt fullt af Tímonum. Ekkert smá magnað. Einnig seinasta daginn þegar við sátum úti á pallinum fyrir framan kom bara fílahjörð röltandi framhjá og það bara rétt hjá. En já þetta var yndisleg ferð í alla staði og þetta er e-ð sem maður á alltaf eftir að muna eftir:). Plús það að það var actually hægt að fara í heita sturtu (Risa stóra og yndislega) og svo voru venjuleg klósett þarna. Yyyyndislegt! Ef þið vissuð það ekki þá eru bara kaldar sturtur hérna og göt í jörðinni sem klósett. Alvöru vissi ekki hvað ég myndi sakna sturtu og venjulegra klósetta mikið..

A já gleymdi að segja að hérna er rosalega mikilvægt að heilsa öllum og þá ekki bara hello heldur þarf ég að kunna svona um það bil 10 mismunandi greetings og sérstök svör við þeim öllum og það er mismunandi hvað þú segir við hvernig. Hvort þau eru yngri en þú eða eldri eða snemma um daginn eða seint og allskonar. Ég er rétt núna að ná þeim öllum. Og ef ég svara ekki eða heilsa ekki er ég sjúklega dónaleg og þau kalla á eftir manni þangað til maður svarar eða segja manni hvað maður á að segja því annars já lítur maður mjöög illa út haha. Þetta er alvöru erfiðara en að segja það..


En já nú nenni ég ekki að skrifa meira enda orðið nokkuð gott held ég bara. Veit að þetta er allt í klessu en já er semí slétt..

Blesskex








domingo, 23 de octubre de 2011

Björgun heimsins part one

Jæja eftir endalausa interneterfiðleika og nöldur og bið og vesen er ég loksins komin með smá aðgang að netinu svona einu sinni og einu sinni og í tilefni að því ætla ég droppa einu svolítið löngu bloggi hingað inn:) and here we go..

Jæja þá er maður búinn að vera hérna í Ilula city eða já okei kannski ekki city heldur meira smá þorp í fimm vikur og líður tíminn ekkert smá hratt.
Ég ætla að byrja að segja smá frá svona um það bil fyrstu tveimur vikunum og svo kemur meira seinna:)

Ferðin byrjaði á mega stressi og 4 kílóum í yfirvigt vegna skrilljón kríta, litabóka og lita, tannburstum og fleiru skemmtilegu handa krökkunum hérna og þakka ég Icelandair innilega fyrir að styðja mig svona skemmtilega mikið og rukka mig um þessi yndislegu 4 kíló. Jæja loksins komst ég til London og þá tók 7 tíma bið eftir á heathrow og var hún frekar lengi að líða þar sem ég gat bara tjekkað mig inn strax en ekki töskuna þannig að ég beið í 4 tíma með töskuna áður en ég gat tjekkað hana inn og sofnaði smá á kaffihúsi þarna á vellinum. Voða kósý allt saman. Jæja svo tók við beint flug til Dar es salaam. Það var mjög fínt, ég sat við hliðina á stelpu sem var líka að fara sem sjálfboðaliði nema til Kenýa og var hún frá ástralíu en bjó á írlandi og var búin að ferðast svo gott sem um allan heim.
10 tímum seinna lenti ég í Dar es salaam og þá tók við Visa eftirlitið. Ég var búin að heyra að margar stelpur hafa lent í veseni með visað sitt og var ég viss um að ég yrði ekki ein af þeim þar sem ég var með einhverskonar invitation letter frá United plante, sjálfboðaliða samtökunum hérna. En juju, ekki ætluðu þeir að hleypa mér í gegn nema ég myndi borga aftur fyrir visað sem ég ætlaði sko alls ekki að gera og átti ekki að gera og stóð ég fast á því að ég ætti ekki að gera það. En þeir sögðu þá að þeir vildu ekkert með mig hafa hérna og gæti ég bara komið mér aftur heim en að lokum kom kona frá United planet með alla pappíra og sýndi þeim í tvo heimana! Svo rölti ég bara í gegn, brosti til þeirra og veifaði bless. Konan sem sótti mig heitir Patience og er algjört yndi. Maðurinn hennar er prestur og eiga þau tvö börn, Princess og Precious. Já þau heita það bara. Hérna í Tanzaniu má heita hvað sem er.
Dar es salaam er brjáluð borg. Brjáluð umferð. Allir reyna að komast fram úr hverjum öðrum og bíba þeir allir hægri vinstri á hvorn annan. Þakka guði fyrir að hafa komist lifandi í gegnum þennan eina dag sem ég var þarna. Ég var skíthrædd og var bara uppi á herbergi þangað til það var komið að sækja mig morguninn eftir og farið með mig á rútustöðina. Þá tók við 8 tíma rútuferð til Ilula City. Ég sat við hliðina á yndis manni og spjölluðum við mikið saman. Á leiðinni fór ég í gegnum Mikumi national park þar sem ég sá fýla og gíraffa, buffalo, sebrahesta og fleiri skemmtileg dýr. Kallarnir í kringum mig skemmtu sér konunglega með því að benda mér á dýrin og hlægja að mér því mér fannst þetta sjúklega merkilegt (sem þetta er) en ekki fannst þeim það hah. Jæja svo átti rútan að stoppa í þorpinu masukanzi sem tilheyrir Ilula en bílstjórinn gleymdi mér og keyrði aðeins of langt. En þegar ég kom út úr rútunni, og vissi náttúrulega ekkert hvar ég var eða hvert ég átti að fara, en þá var maður sem er læknir á spítalanum hérna nálægt og sagði hann tveimur strákum sem voru á mótorhjólum hvert ég þyrfti að komast og fór ég aftan á eitt hjólið og taskan aftan á hitt. Hvorugur þeirra skyldi ensku og var ég alveg smá smeik um að þeir myndu bara ræa mér. Svo komum við að svona umferðarlöggum sem sögðu strákunum að stoppa nema sá sem ég var með gaf bara í og stakk af. Jájá hann gerði það bara. Svo keyrði hann útaf veginum og upp að einhverju húsi þar sem enginn var og þá var ég viss um að e-ð slæmt væri að fara að gerast. En svo sneri hann við eftir að ég var búin að nöldra e-ð og keyrði upp að IOC þar sem tekið var á móti mér og þá vissi ég að ég væri komin á réttan stað.
En já ég semsagt bý í IOC sem stendur fyrir Ilula orphan center og þar búa allir sjálfboðaliðar og gestir sem koma og svo 32 munaðarlausar stelpur á aldrinum 8-22 og eru þær allar hver annarri yndislegri. Þær eiga allar rosalega erfiðan bakrunn og eru nokkrar þeirra smitaðar HIV og margar orðið fyrir miklu ofbeldi eða nauðgun.
Morgunmatur er alltaf kl. 7.30, hádegismatur um 1 og svo kvöldmatur kl. 7.
Á virkum dögum borðum við með starfsmönnum sem vinna ýmist í garðinum eða í sambandi við fósturfjölskyldur eða eru kennarar í skólum á vegum IOP og er þá folk í vinnu sem býr til matinn en um helgar elda stelpurnar hérna í centerinu og hjálpum við stundum til með það.
Sjálfboðaliðar og gestir fá annan mat heldur en stelpurnar því Berit segir að við hvíta fólkið séum með öðru vísi bakteríu system í okkur og vill hún reyna að komast hjá því að við verðum veik. Þó svo að ég er búin að vera veik og skrapp á spítalann og svoleiðis skemmtilegt þar sem hlutir gerðust sem fara ekki hingað inn á veraldarvefinn.
En maturinn er samt mjög góður hérna. Við fáum ýmist kjöt, hrísgrjón, baunir, kartöflur og brauð og alls konar salat og ávexti sem ræktar er hérna úti í garði.

Á sunnudögum förum við alltaf í kirkju og fyrst fór ég og lene (20 ára sjálfboðaliði frá Dk) í Lutheran kirkjuna og var það smá spes. Hérna eru messurnar í þrjá tíma og allt á Swahili þannig að við vitum ekkert hvað er að gerast nema að það sé mögulega verið að tala um guð. En nú forum við yfirleitt í Methodist kirkju þar sem við eyðum 3 tímum í song og dans og smá bænir.

Fyrstu tvær vikurnar fóru í alls konar skrítin verkefni. Færa timbur og kassa  og endurraða hlutum og svo áttum við lene að mála klósettin hjá High school-inum sem er verið að byggja hérna fyrir ofan í hlíðinni en þá voru burstarnir ónýtir sem við áttum að nota og sagði Godlove (yfirmaðurinn þarna uppi frá)(oog já svo sagði hann okkur að nafnið hans væri kristilegt og að hann trúir á guð, didn’t see that one coming).. Allavega þá biðum við í tvo tíma eftir nýjum burstum sem komu svo bara ekkert þannig að við forum aftur til baka. Hérna gerist allt 10x hægar en heima. Ef eitthver atburður á að byrja kl. 9 þá byrjar hann kl. 11 og folk mætir bara þá. Það er bara þannig.
Svo fórum við í nokkrar útskriftir hjá Secondary school-um hérna í þorpunum í kring. Það er víst voða merkilegt að hafa hvíta manneskju viðstadda og vorum við alltaf heiðursgestir. Allir vilja snerta mann og taka í höndina á manni og svoleiðis skemmtilegt. Alls staðar er eins og maður sé sjúklega frægur og allir vinka manni og svoleiðis og svo kalla allir Mzungu sem þýðir hvít manneskja á eftir manni.
En já í útskriftunum sat ég hjá skólastjórunum og nokkrum vel völdum kennurum og fleira fólki sem er boðið. Svo af því að ég er hvít þá er ég full af vitneskju og fróðleik og alltaf þurfti ég að tala fyrir framan svona 1000 manns og segja hvað það væri mikilvægt að vera í skóla og hvað lífið byði uppá marga möguleika og allskonar svoleiðis. Útskriftin hjá mér var í uu 3 tíma minnir mig og fannst mér það sjúklega langt en hérna eru þær í um 6 tíma og jú eins og allt annað þá eru þær á Swahili. Fyrst fannst mér þetta mjög gaman og gaman að sjá þetta en svo var þetta orðið svolítið þreytt.
Annars er ég búin að vera að gera allskonar hluti þar á meðal sjá smá um bókhaldið hérna því einhvern veginn spurðist það út að ég væri búin að læra bókfærslu.. svo skrifuðum við Lene 1300 bank deposit slips handa öllum krökkum skráðum í IOP og svo erum við líka búin að vera að skrifa IOP fréttablað sem heitir HodiHodi og fer í öllu þorpin hérna í kring.
Svo viku eftir að ég kom komu Tinna sig, ásdís, carole frá dk og lisa frá sviss í heimsókn og forum við með þeim til Iringa og skoðuðum okkur aðeins um þar. Rosa gaman að hitta þær og alveg smá skrýtið að tala íslensku þar sem allt fer fram á ensku hérna eða Swahili og er ég byrjuð að hugsa á ensku.. mjög skrýtið allt saman.

oog já það er alltaf sól og svona 30 stiga hiti hérna nema einhverja tvo daga fyrir einhverjum vikum, þá var rigning. Lifilif!

En nú nenni ég ekki að skrifa meira enda er þetta orðið full langt en það kemur meira á fimmtudaginn eða föstudaginn þar sem ég við erum að fara í Safari á morgun! Vúíí eintóm gleði!:D

blesskex

lunes, 17 de octubre de 2011

Jaeja kaeru blom (va hvad eg tarf alltieinu ad nota islenska aei-d mikid..)

Tad er deginum ljosara ad vid Elin erum ekki ad fara fa nein verdlaun fyrir ad vera duglegar ad skrifa, Elin er reyndar svo upptekin vid messur og kokubakstur i Afriku ad hun hefur ekki haft tima i ad lata laga netid sem hun nadi to ad kaupa ser um daginn.Vid vonum ad tad komist bradum i gagnid og ta eigum vid von a einhverju glimdrandi godu tvi Elin er vist ordinn bladamadur tarna uti bara, skrifandi greinar i hin og tessi timarit stelpan!
En ad mikilvaegari malefnum (mer), ta kom eg hingad til valencia 2 oktober eftir 12 tima rutuferdalag. Tad var alls ekki eins slaemt og eg helt tad yrdi,samt svaf eg bara i svona halftima mesta lagi. Fint umhverfi og svona ad horfa a. En ja eg lenti a rutustodinni og taxadist upp a Purple Nest Hostel sem eg atti ad maeta a, tar taladi eg vid eina konu i mottokunni og hun kynnti mer fyrir stelpunni a barnum sem eg atti ad maeta til daginn eftir kl 19.00. Tad var allt gott og blessad og eg sa ta sma i barinn og i minningunni var hann fullur af leiserljosum og laeti en svo daginn eftir var eg vist bara ad ykja i hausnum a mer. En fra Hostelinu fer eg med taxa (tessi grand typa sko) a heimilsfang heimilis mins naestu manudina, Alicante (sem let arnyju halda i svona 3 vikur ad eg vaeri a Alicante en ekki i Valencia). Tar hringdi eg tartilgerdri dyrabjollu (of nakvaemar upplysingar?) og kona ad nafni Pepe tok a moti mer og syndi mer herbergid mitt i ibud sem eg deili med 3 odrum.
Einni italskri 23 ara gellu sem er i skiptinami ad laera arkitektur, hun getur talad spaensku tvi hun er itolsk,hve osanngjarnt? Og ja hun talar lika sma ensku tannig tetta er i lagi. Fin gella svo sem, svoldid pirrandi hvad hun er alltaf ad segja ad hun se heimsk og tali lelega ensku...eins og tad se bara mitt vandamal? En eg er allavega alltaf ad segja ad hun tali goda ensku =)
Svo er ein hollensk 17 ara sem er a tungumalanamskeidi herna i Valencia eins og eg var a i Sevilla, hun talar mjog goda ensku og spaenskan hennar er ad verda betri en min!
Sidast en ekki sist er hann Lady Gaga, yndislegur spaenskur strakur er eins og afkvaemi Bergthors Palssonar og Haffa Haff..nema hann heldur ekki lagi, latid mig vita tad tvi hann er alltaf med party tonlistina a fullu inni hja ser og ,,syngur´´ med. En allt er tetta mjog gott folk og fint ad bua mer.
Vid deilum saman litlu eldhusi, litilli stofu og tveim klosettum og tad gengur bara agaetlega tvi tad eru morg moment sem tau eru oll i sinu herbergi med tolvurnar sinar og eg ad dunda mer i stofunni ad borda og horfa a sjonvarpid, fint samkomulag =)

En Vinnan!

Tetta heitir sem sagt Purple Nest Hostel og er hluti af svona lita kedju, Yellow Hostel i Barcelona og White i Granada og svo framvegis, allt mjog vel um tolud hostel enda er adstadan og tjonustan god get eg sagt ykkur! ALLIR tarna tala ensku og ta adalega gestirnir og tad er ekkert ad hjalpa mer ad vidhalda teirri byrjendaspaensku sem eg laerdi i Sevilla. En stjorinn er sattur med vinnuna mina svo eg get ekki kvartad! En ja eg er sem sagt a tveimur voktum, barvoktum sem eru fra 19.00-02.00 og morgunmatsvoktum sem eru fra 08.00-10.30.
Fyrstu tvaer barvaktirnar minar var eg i tjalfun hja Aliu sem vinnur a moti mer a barnum. Hun er algjor snilli, 26 ára valenciabui i velaverkfraedi (ef eg skyldi hana rett) og ja er mjog skemmtileg typa. En ja eins og heitid ber til kynna ta erum vid ad versla med drykki a barnum, ekkert flokid samt, enda bara hostel bar, allt mjog einfalt og odyrt. Tad er alveg brjalad ad gera tarna a sumrin en haustid er toooluvert rolegra og nuna erum vid alltaf bara ein og ein. Tad er Happy hour milli 9 og 10 og ta er allt a halfvirdi og tu getur fengid drykk dagsins (t.d. mojito) a 1,5 evru, mega naes.Ekki tad ad tad skipti mig mali, eg drekk fritt.
Morgunmaturinn er mega easy, madur maetir og stillir upp sultu og braudi og mjolk og safa og eplum og tannig og svo er madur bara ad fylla a, litid mal. Svo ef tad er litid ad gera, sem gerist oooft a badum voktunum, ta er sjonvarp tarna og madur einfaldlega stillir tad a itrottarasina og madur hefur dottid inna yyyymislegt gomsaett tar, fimleikamotin i heilulagi og laeti sko!
En annars er folkid sem eg vinn med mjog fint, mikil eftirsja i t.d. stelpunni i mottokunni sem for fyrir helgi,en hun var kvodd ad starfsmannasid, mjog gaman. Og svo er folkid sjalf a hostelinu, gestirnir, rosalega opid og skemmtilegt og rosalega gaman ad tala vid tad og tad er fra ollum kimum heimsins en samt mest fra Astraliu. Madur er buin ad detta a morg god spjoll um islenska sidi og hvalat og svo er eg stundum ad spila med teim og svo var eitt kvold mjog rolegt fyrir utan 5 astrala og vid bombudum bara i eitt WII (wii talva a stadnum,ekki leidinlegt) mot (tad er svona tolvuleikur i sjonvarpinu mamma og ta er madur med svona fjarstyringar sem ef tu hreyfir ta hreyfist tad a skjanum, mjog gaman og uppbyggilegt) og eg looooofa ad eg var ad spila i fyrsta skipti...en beginners luck-id kickadi inn og eg syndi astrolunum hvernig islendingar spila keilu!!

Tannig allt gott af vinnunni og hostelinu. Fyrir utan tad er eg bara ad reyna dunda mer vid hitt og tetta, labba aaafar stora verslunargotu heim ur vinnunni, storhaettulegt en mjog aftreyandi =). Eg var samt farin ad sakna tolvu svo mikid (og geri enn) ad eg for uti bokabud og keypti eitt stykki Harry Potter fyrir svona 6 dogum. Hun er nu alveg ad enda og eg tarf ad fara kikja aftur i leit ad nyrri bok! Svo nuna i byrjun november kemur Helga sem var i Sevilla og ta getum vid farid ad kikja a sofninn og svona, hef ekki alveg verid ad nenna tvi ein. Og svo aetla eg mer ad redda voktum og tannig til ad geta skotist yfir til Germaniu til hennar Gerdu minnar og fjolskyldu, mikil spenna!

Vonandi er allt gott fra Islandinu, eg afsaka skortinn a myndum, eg aetladi ad taka rosa mikid af myndum og vera dugleg en tegar eg kveiki a myndavelinni er linsan bilud. Eg fer med hana a myndavelasjukrahusid sem fyrst! Myndir med naesta bloggi!

Ykkar

Ellen