Jæja þá heldur ævintýrið áfram..
Gaman að segja frá því að hér getur enginn skrifað nafnið mitt. Á herberginu mínu heiti ég Ellin, á öllum vikuplönum heiti ég Ellen (tilviljun? Held ekki..) og svo á spítalanum hét hér Herlin. Held að eina manneskjan sem viti að ég heiti Elín er Lene hah.
En já s.s. IOP ( Ilula orphan center) var s.s stofnað fyrir 10 árum. Kona sem heitir Berit Skaare og er norsk stofnaði það með aðeins fimm krakka en núna eru um 1300 krakkar skráðir í IOP og eru með sponsora frá ýmsum löndum í evrópu og svo bandaríkjunum. Þetta er risa verkefni og eru þau með pre school og primary school og svo eru þau að byggja high school og bókasafn og fleira.
Fyrir þremum vikum kom ný stelpa sem heitir Hilda og er 13 ára en hún missti báða foreldra sína fyrir rúmum 2 mánuðum og bjó ein í rúman mánuð í pínu litlu moldarhúsi. Þvoði fötin sín og eldaði og allt sjálf þangað til hún kom hingað og svo frétti ég að henni vantaði sponsor þannig að ég tók hana bara að mér þannig séð. Hún er mögulega mesta mús sem ég veit, algjört yndi og ekkert smá dugleg.
Stelpurnar hérna eru með skátafundi á sunnudögum og þá gerum við ýmsa skemmtilega hluti. Seinasta sunnudag fórum við út og bundum reipi á milli trjáa og svo voru stelpurnar að klifra á milli trjánna og við stóðum undir og gripum þær ef/þegar þær duttu. Það var mjög gaman og skemmtu stelpurnar sér alveg konunglega.
Svo hélt ég svona íslendinga kvöld um daginn og sagði stelpunum frá íslandi og sýndi þeim svo myndir í tölvunni og þar á meðal myndir frá Trékyllisvíkinni sjálfri og Drangaskörð og fleira og fannst þeim það sjúklega merkilegt og flott. Já melar eru orðnir frægir í Tanzaníu.
Svo fórum ég og lene með Tulla og Alex í nokkur lítil þorp hérna í kring, mlafu, Isagwa og fleiri. Isagwa er mögulega fallegasti staður sem ég hef nokkurn tíman séð. Gullfallegt alveg. En já við vorum s.s að færa fósturfjölskyldum sykur, hrísgrjón, vatn og fleira. Svo héldum við smá fyrirlestra um hversu mikilvægt hreinlæti er og að sjálfsögðu tókum ég og lene það á okkur þar sem við erum mzungus og skv. Liðinu hérna hlustar folk frekar á okkur heldur en uu aðra.. Svo komum við líka við á leiðinni til baka í bananalandi og keyptum skrilljón banana beint af tjánum. Yndislegur staður í alla staði. Bananar alls staðar!
Svo fyrir svona 3 vikum kom nýr sjálfboðaliði frá Hollandi og heitir hann Jonathan og er 21. Árs. Verð að viðurkenna að við erum ekki beint bestu vinir, ekkert óvinir samt, en já við erum mjööög ólík þannig að það getur stundum verið frekar erfitt að vinna með honum og erum við mjög mjög oft ósammála um hluti.
Svoo þarna nokkrum dögum seinna kom norsk fjölskylda í heimsókn. Mögulega svalasta fjölskylda sem ég veit. Þetta voru s.s foreldrar með þrjú börn. Simon (20) sem spilar á gítar og saxafón, Aslak(17) sem spilar á piano og syngur og Sara(12) sem syngur sjúúklega vel, og voru þau að ferðast um heiminn í eitt ár og spila og syngja á götunum. Sjúklega fín öll og var mjög gaman líka að fá smá tilbreytingu hérna hah.
Een já svo seinustu helgi forum við öll (as in ég, lene, jonathan, Berit og tvær norskar vinkonur Berit-ar Vigdis og Elsbet og Ron frá USA sem ætlar að vera hérna allavega í ár) í brúðkaup hjá Stephano og mariu. Stephano vinnur hérna í IOP sem “kúabóndi” og bauð hann okkur öllum. Það boðar víst líka gæfu að hafa hvítt fólk í brúðkaupinu sínu. Brúðkaup hér eru allt öðruvísi en heima. Hérna stekkur fólk upp á svona 5 min fresti og dansar í svona 30 sek og sest svo aftur og þá eru einhverjar ræður eða e-ð svoleiðis. Allt á Kiswahili þannig að ég veit ekki alveg hvað fór fram þarna en mig grunar að það hafi e-ð verið að tala um guð. Þetta er mjög fyndið samt, allir eru sjúklega glaðir og brosandi og hlægjandi allan tíman og jú dansandi nema brúðhjónin. Þau eru grafalvarleg allan tíman. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að það væri verið að pína þau í þetta hjónaband en þetta er víst bara hefð hérna, mjög skrýtið allt saman og svo þarf konan að krjúpa þegar gaurinn gefur henni kökubita (sem er líka hefð að þau gefi hvoru öðru kökubita) og skríða á hnjánum í hvíta kjólnum. En svo í lokin eftir að við borðuðum yndismat þá forum við öll að dansa. Eða nei okei ekki öll. Fyrst fór bara ég og Ron en svo settumst við aftur og svo kom ein brúðarmeyjan (svona 5 ára) til mín og bað mig um að koma að dansa með þeim og fór ég að sjálfsögðu og dansaði með öllu fólkinu og var það sjúúklega gaman. Sérstaklega miðað við hitt “hvíta” liðið sem sat bara og horfði. Eins og áður kom fram þá er ég og jonathan ekki beint lík en hann spurði mig einmitt í lokin hvort mér hefði í alvöru fundist gaman að dansa með þeim því þessi tónlist væri svo skrítin og leiðinleg og skrítið að dansa við fólkið þarna. Og sagði hann að ég væri stórfurðuleg að finnast það gaman.. æjji já hann er svo mikið yndi þessi jonathan.. eeh Nei!
Svo núna á mánudaginn forum ég, lene, Berit, Vigdis og Elsbet (ekki jonathan þar sem honum finnst asanlegt að eyða nokkrum dögum í að skoða dýr) í Safari í Ruaha park sem er stærsti national garðurinn í tanzaníu. Það var magnað.
Á mánudeginum forum við bara stutt safari um garðinn en sáum alveg flest dýrin. Gíraffa, fíla, flóðhesta, krókudíla (ég frétti að þeir væru víst með kalt blóð Marta) og svo sáum við gullfallegt alvöru afrískt sólarlag. Yndislegt alveg. Svo á þriðjudeginum fórum við í safari allan daginn og borðuðum hádegismatinn bara svona 5 metrum frá nokkrum gíröffum, það var alveg frekar magnað. Þá sáum við líka fleiri dýr og þar á meðal ljón og blettatígur og fleiri skemmtileg dýr og voru þau bara svona 2 metra frá okkur eða e-ð.
Við gistum í svona Lodges og vorum ég og lene með einn einskonar bústað bara fyrir okkur og með útsýni yfir það sem á að vera á en þar sem það eru svo miklir þurrkar þá er engin á. En beint á móti bústaðnum okkar bara rétt hjá bjuggu tveir apar bara og svo fullt fullt af Tímonum. Ekkert smá magnað. Einnig seinasta daginn þegar við sátum úti á pallinum fyrir framan kom bara fílahjörð röltandi framhjá og það bara rétt hjá. En já þetta var yndisleg ferð í alla staði og þetta er e-ð sem maður á alltaf eftir að muna eftir:). Plús það að það var actually hægt að fara í heita sturtu (Risa stóra og yndislega) og svo voru venjuleg klósett þarna. Yyyyndislegt! Ef þið vissuð það ekki þá eru bara kaldar sturtur hérna og göt í jörðinni sem klósett. Alvöru vissi ekki hvað ég myndi sakna sturtu og venjulegra klósetta mikið..
A já gleymdi að segja að hérna er rosalega mikilvægt að heilsa öllum og þá ekki bara hello heldur þarf ég að kunna svona um það bil 10 mismunandi greetings og sérstök svör við þeim öllum og það er mismunandi hvað þú segir við hvernig. Hvort þau eru yngri en þú eða eldri eða snemma um daginn eða seint og allskonar. Ég er rétt núna að ná þeim öllum. Og ef ég svara ekki eða heilsa ekki er ég sjúklega dónaleg og þau kalla á eftir manni þangað til maður svarar eða segja manni hvað maður á að segja því annars já lítur maður mjöög illa út haha. Þetta er alvöru erfiðara en að segja það..
En já nú nenni ég ekki að skrifa meira enda orðið nokkuð gott held ég bara. Veit að þetta er allt í klessu en já er semí slétt..
Blesskex